Staðarreglur

Staðarreglur

Kirkjubólsvöllur, Sandgerði


1. Vallarmörk eru girðingar umhverfis völlinn, hvítar stikur og steinar málaðir með hvítum punkti. Þegar 3. og 18. hola eru leiknar merkja hvítar stikur hægra megin vallarmörk en eru óhreyfanlegar hindranir þegar aðrar holur eru leiknar. (regla 2.1).



2. Staða hluta. Eftirfarandi hlutir eru óhreyfanlegar hindranir:

·        Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði innan almenna svæðisins,

·        Allir hælar á velllinum,

·        Auglýsingaskilti,

·        Vegvísar,

·        Bekkir,

·        Ruslafötur og kúluþvottastandar,

·        Ofanáliggjandi vatnslagnir og annar vökvunarbúnaður.

 Hlaðnir steingarðar á vellinum eru hluti vallar. Óheimilt er að hreyfa steinana.


3. Bætt lega á snöggslegnu svæði á almenna svæðinu. Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, má leikmaðurinn taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið, með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta innan þessa lausnarsvæðis og leika honum þaðan.

·        Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem boltinn liggur (sjá reglu 14.1)

·        Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum:

·        Lausnarsvæðið má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og

·        Lausnarsvæðið verður að vera á almenna svæðinu.

Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglu 14.2b(2) og 14.2e.


4. Bætt lega á flöt. Þegar bolti leikmanns liggur á flötinni, má leikmaðurinn taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið, með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta innan þessa lausnarsvæðis og leika honum þaðan.

·        Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem boltinn liggur (sjá reglu 14.1)

·        Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað: Einn púttershaus frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum:

·        Lausnarsvæðið má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og

·        Lausnarsvæðir verður að vera á flötinni

Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglu 14.2b(2) og 14.2e.


5. Rauða vítasvæðið við 15. holu sem skilgreint er með rauðum hælum með hvítum toppi er bannreitur. Þegar bolti er á bannreitnum má ekki leika boltanum þar sem hann liggur. Þess í stað má leikmaðurinn taka aðra af eftirfarandi lausnum, gegn einu vítahöggi:

a) Taka lausn samkvæmt reglu 17.1.

b) Sem viðbótar möguleika, láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan fallreitsins sem afmarkaður er við vítasvæðið. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3

 

Merkingar á vellinum

Gulur / hvítur hæll: 200 metrar að flöt.

Blár / hvítur hæll: 150 metrar að flöt.

Rauður /hvítur hæll: 100 metrar að flöt.

 

Að öðru leyti skal leika eftir golfreglum samþykktum af R&A Rules limited

og Golfsambandi Bandaríkjana (USGA).

 

 

Víti fyrir brot á staðarreglu: Almenna vítið þ.e. tvö högg í höggleik og holutap í holukeppni. 



Staðarreglur taka gildi 18. Ágúst 2022

Share by: