Meistaramót GSG verður haldið dagana 6-9 Júlí á Kirkjubólsvelli.
Eins og undanfarin ár verður keppt í nokkrum flokkum, og hvetjum við alla til að taka þátt og skrá sig í gegnum Golfbox.
Mótsgjald er 7.000kr og innifalið er matur á lokahófi sem haldir er í klúbbhúsinu á laugardagskvöldi 9 júlí.
Leikið verður í eftirfarandi flokkum, Mótanefnd áskilur sér rétt á að sameina flokka ef ekki næst næg þáttaka í flokkinn.
Eftirtaldir flokkar spila 4 daga.
Meistaraflokkur karla forgjöf 0 - 9,5 Leikfyrirkomulag : Höggleikur
1.Flokkur karla forgjöf 9,6 - 15,5 Leikfyrirkomulag : Höggleikur
2.Flokkur karla 15,6 - 24,5 Leikfyrirkomulag : Höggleikur
3.Flokkur karla 24,6 - 36,0 Leikfyrirkomulag : Höggleikur
Meistaraflokkur öldunga forgjöf 0 - 15,4 Leikfyrirkomulag : Höggleikur
1.Flokkur öldunga forgjöf 15,5 - 36 Leikfyrirkomulag : Höggleikur
Eftirtaldir flokkar spila 3 daga.
Opinn flokkur karla forgjöf 0 - 54 Leikfyrirkomulag : Punktakeppni
Meistaraflokkur öldunga 70+ forgjöf 0 - 36 Leikfyrirkomulag : Höggleikur
Meistaraflokkur Kvenna forgjöf 0 - 54 Leikfyrirkomulag : Höggleikur með forgjöf
í skálanum verða skráningarblöð þar sem þið skráið ykkur á rástíma. Hægt verður að velja rástíma miðvikudag, fimmtudag og föstudag. (Þeir sem spila 3 daga velja 2 af þessum dögum). Á laugardegi spila allir og verður raðað í rástíma eftir stöðu í hverjum flokki.
Allur réttur áskilinn | Golfklúbbur Sandgerðis